Maria-raedur

María Ellingsen hefur kennt framkomu og ræðumennsku fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga um árabil og hafa námskeið hennar notið mikilla vinsælda.

“Við búum gjarnan yfir mikilli þekkingu og erum auðug af hugmyndum en eigum ekki að sama skapi auðvelt með að miðla til annara, því eitt er að vita hvað maður vill segja – annað að segja það eins og maður vill.”

Til að fá upplýsingar og skrá sig á námskeið má hafa samband við Maríu í tölvupósti mariaellingsen@simnet.is eða í síma 6952201.

Framkoma og Ræðumennska

Á þessu námskeiði öðlast þú reynslu og færni í að miðla þekkingu, hugmyndum og sjónarmiðum þínum á áhrifamikin, skemmtilegan og trúverðugan hátt.

Í fyrri hlutanum lærirðu að styrkja líkamstjáninguna, auka útgeislun, beita rödd og skerpa á framsögn. Næst er uppbygging textans skoðuð og þú lærir að setja þér markmið og byggja textann í kringum það. Verklegar æfingar tryggja að þú tileinkar þér þessar aðferðir.

Í seinni hlutanum lærirðu tækni við að flytja textann hvort sem er af glærum, punktum eða skrifað orði til orðs. Og færð einkaþjálfun í að miðla skilaboðum þínum á persónulegan og trúverðugan, kraftmikin og skemmtilegan hátt sem hreyfir  við áhrofendum og veitir þeim innblástur.

Fjölmiðlaframkoma

Hér nýtir María reynslu sýna af blaðamennsku og sjónvarpsþáttagerð til að veita innsýn inní þessa fjölmiðla  og gera þig í stakk búin til að mæta í viðtöl eða senda frá þér greinar. Æfingar eru fyrir framan upptökuvél fyrir bæði fréttaviðtöl og spjallþætti.

Einkaþjálfun

Þetta námskeið er sérsniðið að hverjum og einum. Dýrmætt fyrir ykkur sem eruð með mikilvægan fyrirlestur framundan hérlendis eða erlendis og viljið fá endurgjöf á leikstjórn við að flytja.  Einnig upplagt fyrir þá sem eru að glíma við einhverja fyrirstöðu eins og sviðskrekk eða óöryggi og vilja fá styrkjandi leiðsögn.

Þjónustuframkoma

Á þessu námskeiði gera þáttakendur æfingar sem gefa þeim öryggi í framkomu. Þá er skoðað hvernig viðhorf hefur áhrif á líðan og afköst og gerðar skemmtilegar æfingar þar sem þáttakendur setja sig í spor viðskiptavinarins.

Fyrirlestrar/styttri námskeið

María býður upp á morgun og hádegisfyrirlestra auk styttri námskeiða þar sem mögulegt er að gera skemmtilegar æfingar sem efla öryggi í framkomu og jákvætt viðhorf og leiki sem hrista saman hópa.

Stjórnendaþjálfun

María er með margra ára reynslu sem stjórnendaþjalfari og hefur unnið með námsefni Stephen Covey’s síðan 2007. Hún er í hópi leiðbeinenda hjá FranklinCovey á Íslandi og má sjá úrval námskeiða á heimasíðunni franklincovey.is

Umsagnir þáttakenda

Ágústa Björg Þorsteinsdóttir, Íslandsferðum

„Þátttaka mín í framsagnar og ræðunámskeiði hjá Maríu Ellingsen hefur svo sannarlega skilað sér. María er frábær kennari sem geislar af styrk og reynslu. Ég er núna öruggari fyrir framan stóran hóp áheyranda, ákveðnari í framsögn og

ekki síst með betri skilning á því hvers konar orðalag hentar í ræðustól. Það sem stendur upp úr eru praktísk verkefni og æfi ngar sem hópurinn fékk að spreyta sig á og leiðbeiningar sem nýtast í hinu daglega lífi og starfi .“

Grétar Hallur Þórisson, forstöðumaður skíðasvæða ÍTR

„Námskeiðið var bæði mjög skemmtilegt og hefur hjálpað mér mikið í samskiptum mínum við fjölmiðla, sem eru þó nokkur. Við lærðum að stjórna, að vissu marki, í hvaða átt viðtöl þróast og að koma að okkar sjónarmiðum þótt ekki væri beint verið að leita eftir þeim. María er frábær leiðbeinandi, kemur efninu mjög vel til skila og hrífur nemendur með sér hvert sem hún vill.“