Fréttir

28.09.2014

Hraunið

HraunidHraunið fór í loftið á RÚV í haust og gerði mikla lukku. Í þessari sakamálaseríu leikur María rannsóknarlögreglukonuna Marín sem vinnur náið með Helga sem Björn Hlynur Haraldsson leikur. Þættirnir eru óbeint framhald þáttanna Hamarinn sem sýndir voru á RÚV 2011. Sama teymi gerir þættina; Reynir Lyngdal leikstýrir, Sveinbjörn I. Baldvinsson skrifar handrit og Snorri Þórisson og Lilja Ósk Þórisdóttir framleiða fyrir Pegasus. Víðir Sigurðsson sér um myndatöku. Að þessu sinni var Snæfellsnesið sögusviðið.