Fréttir

04.12.2014

Náðarstund – Hannah Kent

Hannah_Kent_fi María las uppúr Náðarstund eftir Hönnu Kent fyrir þessi jól – en hún hitti Hönnu þegar hún var stödd hér í haust við útgáfu bókarinnar. Það var magnaður fundur enda báðar búnar að eiga margar stundir með Agnesi Magnúsdóttur og sögu hennar. María lék hana í samnefndri kvikmynd og vinnur nú að leikverki þar
28.09.2014

Hraunið

Hraunid_fi Hraunið fór í loftið á RÚV í haust og gerði mikla lukku. Í þessari sakamálaseríu leikur María rannsóknarlögreglukonuna Marín sem vinnur náið með Helga sem Björn Hlynur Haraldsson leikur. Þættirnir eru óbeint framhald þáttanna Hamarinn sem sýndir voru á RÚV 2011. Sama teymi gerir þættina; Reynir Lyngdal leikstýrir, Sveinbjörn I. Baldvinsson skrifar handrit og Snorri
22.09.2014

Quack Quack – Mighty Ducks hittast á ný í Hollywood

MightyDucks_fi Endurnar mögnuðu voru kallaðar saman til endurfunda í Hollywood, 20 árum eftir að þessi vinsæli þríleikur birtist á hvíta tjaldinu. María lék aðstoðarþjálfara óvinaliðsins, hinna íslensku víkinga í D2. Það var framleiðandi myndarinnar Jordan Kerner sem bauð heim til sín og var Hollywood stíll á þessu, grillað í garðinum við sundlaugina. Fyrrum unglingarnirnir voru
03.08.2014

Rætur – lokasýning Nordisk Ljus

Roots_fi Rætur – lokasýning Nordisk Ljus var sýnd við sólsetur í Joensuu Finnlandi í kvöld. Þar stigu á svið hundrað norræn ungmenni undir stjórn Maríu Ellingsen, Raisa Foster, Karoliina Turkka, Örnu Valsdóttur og Tero Sarkkinen. Lýsingu hannaði Kari Kola. Ungu listamennirnir hafa ferðast um norðurlöndin þver og endilöng í fimm listsmiðjum: Leiklist, dansi, sirkus, myndlist og
13.07.2014

Vitnisbuður Melangel

Melangel_fi María túlkaði sögu Hunangsengilsins, ásamt fjórum söngvurum og fjórum tónlistarmönnum, í Hörpu og Skálholti . Hanne Tofte Jespersen er höfundur þessa tónlistarleikverks, en hún heillaðist af þessari gömlu sögu um pílagríminn Melangel sem gerist einsetukona og dulspekingur í einangruðum dal í Norður Wales árið 500. Ljóðatexta skrifaði Mike Harris, en íslenska þýðingu gerði Þórarinn
22.04.2014

“Your eyes, my eyes” frumsýnt í NYU

your_eyes_my_eyes_fi Nemendaleikhús New York Háskóla tók verkið til sýningar 22.apríl og hlaut það frábærar viðtökur. Verkið er enn í þróun, en hér var sett upp útgáfa þar sem konurnar þrjár bera söguna uppi og fjalla um sorgina í gegnum sína eigin reynslu.
22.01.2014

Spark and Light

Spark_and_light_fi Á stórafmælisdaginn sinn þetta árið lék María í stuttmyndinni Spark and Light eftir So Young Kim. Í draumi ungrar stúlku Riley Kenough, birtist María sem móðir hennar. Myndin var hluti af átaki Miu Miu til að kynna konur í kvikmyndagerð og hét verkefnið Womens Tales
20.01.2014

Leiklestur í Borgarleikhúsinu

Augun_min_Leiklestur_fi Það var spennandi að fá Augun mín, Augun þín leiklesið í Borgarleikhúsinu til að prufa okkur áfram með form þess. Þetta er glænýtt verk sem Kevin Kuhlke, María Ellingsen og Snorri Freyr hafa verið með í smíðum í nokkur ár. Umfjöllunarefnið er sorgin. Hvernig lifir maður hana af? Er líf eftir dauða ástarinnar einhvers virði? Hvað gerir það
28.10.2013

“Ég gleymdi að anda og tíminn hvarf”

1784157 Voru orð gagnrýnanda í Álndseyjum um Ferðalag Fönixins eftir að við sýndum þar í stóra sal glænýja menningarhússins í október sem leið. Sýningin fékk gríðargóðar viðtökur áhorfenda en meðal þeirra var Kristín Árnadóttir sendiherra Íslands í Finnlandi ásamt starfsfólki sínu og Nils-Erik Eklund ræðismaður Íslands í Álandseyum sem heiðraði okkur með veislu að sýningunni lokinni,
16.08.2013

Nordisk ljus 2014

148798_311530592317627_2034740738_n María fundaði í Finnlandi í ágúst með öðrum stjórnendum listahátíðarinnar Norræna Ljósið 2014, ævintýri fyrir listræna unglinga. María mun leiða leiklistarhópin en Norræna ljósið 2014 byggir á fimm listgreinum, dansi, sjónlist, leiklist, sirkus og tónlist. Fimmtán þáttakendur veljast í hvern og einn listhóp og er hátíðin einstakt tækifæri til að þróa sína listrænu hæfileika, vinna með
15.08.2013

Ræðumennska Opið Námskeið í haust

Photo Arnaldur Halldórsson Opið námskeið með Maríu verður haldið í Opna Háskólanum í Reykjavík í haust. Framkoma og Ræðumennska Á þessu námskeiði öðlast þú reynslu og færni í að miðla þekkingu, hugmyndum og sjónarmiðum þínum á áhrifamikin, skemmtilegan og trúverðugan hátt. Í fyrri hlutanum lærirðu að styrkja líkamstjáninguna, auka útgeislun, beita rödd og skerpa á framsögn. Næst er uppbygging textans skoðuð
15.08.2013

Fönix sýndur í Álandseyjum í október

_DSC0309 Ferðalagi Fönixins hefur verið boðið til Álandseyja og verður sýndur þar laugardaginn 26.október.  Við höfum farið víða og sýnt verkið í ýmsum útgáfum og ætlum að nota tækifærið í þessari leikferð til að taka upp efni með Eivöru til að geta átt útgáfu þar sem hún byrtist sem völva í myndformi.
15.08.2013

Hross í oss

Screen Shot 2013-08-15 at 15.57.04 Fyrsta kvikmynd Benedikts Erlingssonar í fullri lengd verður frumsýnd 28.ágúst. Grimm sveitarómantík um hið mennska í hrossinu og hrossið í manninum. Ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum. Örlagasögur af fólki í sveit frá sjónarhól hestsins. Sólveig elskar Kolbein og Kolbeinn elskar Sólveigu en Kolbeinn elskar líka merina Gránu sem aftur á móti
15.08.2013

Höfundasmiðja hjá NYU í Arabíu

IMG_4742 Augun mín og augun þin – er nýtt leikverk sem María Ellingsen, Kevin Kuhlke og Snorri Freyr Hilmarsson eru búin að vera með í smiðum í nokkur ár. Verkið tengir saman líf skáldkvennana Rósu Guðmundsdóttur, Agnesar Magnúsdóttur og Guðnýjar Jónsdóttur. Þær verða allar fyrir ástarsorg í morgunsári 19 aldar og bregðast við á ólíkan hátt.
15.08.2013

Hæ Gosi 3

Unknown-3 2 Þriðja serían af Hæ Gosa fór í loftið í janúar 2013. Og fór fyrsti þátturinn með persónur og áhorefndur aftur í tímann og varpaði þannig skemmtilegu ljósi á þá atburði sem þegar höfðu borið fyrir augu. Ennþá meira drama, ennþá meiri vitleysa, ennþá meira gaman.
22.04.2013

Jónsmessa í Lapplandi

Jónsmessa í Lapplandi Ævintýralegur gjörningur með Reijo Kela á Jónsmessunótt í Lapplandi  - þar sem brúðurinn úr Fönix dansaði ásamt öðrum meyjum útí mýri. Mýrin var blautur mosi þegar við æfðum verkið en daginn sem við áttum að sýna var vatnið komið uppí læri. Við héldum að við yrðum að hætta við en Reijo fannst þetta bara meira spennandi
13.12.2011

JÓGA

3061_fi JÓGA er tónlistar- og mynddiskur þar sem hugljúf tónlist að hætti Friðriks Karlssonar og léttar jógaæfingar leiddar af Maríu Ellingsen koma saman. Friðrik sem er mikill áhugamaður um mannrækt langaði að gera fallega tónlist fyrir fólk sem æfir jóga og fékk skólasystur sína Maríu til liðs við sig. María Ellingsen er þekkt sem leikari,
13.12.2011

Fönixferðin – um kynstrið að doyggja og rakna við af nýggjum

IMG_7822 Ferðalagi Fönixins var boðið til Norðurlandahússins í Færeyjum og fékk sýningin frábærar viðtökur  jafnt áhorfenda sem gagnrýnenda og var troðfullt út úr dyrum. Var ævintýri fyrir leikhópinn að heimsækja þorpið hennar Eivarar – enda var fólk þar drifið í sjósund og slegið upp veislu. Hún endaði svo á að syngja fyrir hópinn í kirkjunni sinni þar sem hún
13.12.2011

Fönixinn undir berum himni

_J7K2100_2 Ferðalag Fönixins var sýnt utandyra í Finnlandi í Október. Þetta er stíll sem Reijo Kela hefur þróað um árabil og María Ellingsen sló til og velti sér upp úr finnskri mold og lyngi í dýrindis búningum Filippíu Elíasdóttur. Kristina Ilmonen var sérstakur gestur á þessari sýningu og lék á rödd, flautur og trommur. Sýningin var
15.11.2011

Brjálað par í Finnlandi

_MG_7831 Dansleikhús gjörningur var eitt af ævintýrum haustsins. Finnski dansarinn Reijo Kela fékk Maríu til að flytja daglangt með sér inní sixtís íbúð sem var búið að innrétta í Jyvaskyla Listasafninu í Finnlandi. Reijo hefur sérhæft sig í dansspuna á óhefðbundnum stöðum svo hann var á heimavelli. En hann og María hafa unnið saman um árabil
15.11.2011

Hæ Gosi 2 slær met í áhorfi

images Hæ Gosi 2 serían fór af að stað með miklum krafti á Skjá einum í haust og hefur nú slegið öll áhorfsmet þar. Þar fer saman úrvalslið leikara og handrit með skemmtilega óþægilegum húmor Síðasta sería endaði á að Fríðborg hin færeyska sem María Ellingsen leikur rauk í fússi frá eiginmanni sinn Berki sem Árni Pétur
24.03.2011

Fönixinn tekur flugið á Listahátíð í vor

Fonix6 2 Dans leikhúsverkið Ferðalag Fönixins – um listina að deyja og fæðast á ný,  verður á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík í vor og verður frumsýnt á Stóra Sviði Borgarleikhússins  25.maí klukkan 20:00. Magnaður leikhúsviðburður þar sem, Eivör Pálsdóttir söngkona, Rejo Kela nútímadansari og María Ellingsen leikkona, blása hvert með sínum hætti lífi í glóðir þessarar táknrænu
24.03.2011

Ný sería í uppsiglingu

hae_gosi2 Ný sería af Hæ Gosa fer í framleiðslu í vor og verða teknir upp sex þættir í Færeyjum og á Akureyri. Síðasta þætti lauk á því að Fríðborg fór í fússi með gömlum kærasta til Færeyja. Og  feðgarnir voru á leið á leið þangað með Norrænu til að reyna að dekstra hana heim. Þetta verður
15.11.2010

Tími Nornarinnar fer í tökur

Upptökur á sakamálaseríunni Tími Nornarinnar eftir Árna Þórarinsson eru hafnar á Akureyri. Friðrik Þór Friðriksson leikstýrir og Ari Kristinsson er tökumaður. Margir leikarar koma við sögu meðal annars Sverrir Guðnasson frá Svíþjóð. María Ellingsen leikur virtan ritstjóra Akureyrablaðsins.
09.08.2010

Gamanserían HÆ GOSI!

hae_gosi1 María leikur hina færeysku Fríðborgu í glænýrri gamanseríu HÆ GOSI! sem frumsýnd verður á Skjá Einum 30.september. Það er ungt kvikmyndageraðfólk frá Zeta Film sem skrifar og framleiðir en Arnór Pálmi Arnarsson leikstýrir. Tökur fóru fram á Akureyri og í nágrenni í júlí, þar sem sex þættir rúlluðu inn á einum mánuði. Sagan snýst um bræðurnar Börk
17.05.2010

Guðríður sigldi í höfn í kvöldsólinni!

29919_108861352492734_4318694_n Skemmtileg frumsýning um borð í Íslendingi Í Víkingaheimum föstudaginn 14.maí. Fullt skip af fólki og dýrindis fiskisúpa framreidd á nýja veitingahúsinu.Þórunn Erna geislaði og hreif alla með í þetta ævintýralega ferðalag í kvöldsólinni.“Ég gef þessu 9 af 10 mögulegum, þetta var skemmtilegra en Billi Elliot! “ sagði Viktor 12 ára.
20.04.2010

María leikstýrir í nýju leikhúsi

Screen Shot 2013-08-16 at 10.37.48 2   Nýtt leikhús opnar um borð í Íslending í Víkingaheimum í Reykjanesbæ í maí. María Ellingsen leikstýrir opnunar sýningunni sem er hinn snjalli einleikur Brynju Benediktsdóttur Ferðir Guðríðar. Þórunn Clausen bregður sér í allra kvikinda líki í sögu þessara ævintýrakonu, Snorri Freyr Hilmarsson gerir umgjörð, Björn Bergsteinn Guðmundsson hannar lýsingu og Sveinbjörg María Ingibjargardóttir búninga og Kjartan
20.04.2010

Ferðalag Fönixins- um listina að deyja og fæðast á ný

203_7748.JPG   Dansleikhúsverk í mótun- áætluð frumsýning vor 2011 Goðsögnin um Fönixinn og umbreyting hans inní í eldinum þar sem hann brennur upp en rís svo úr öskunni og tekur flugið á ný er þema þessa verks. Dansari, leikari og söngvari stíga saman á svið til að leiða áhorfandann inn í eldinn og gefa honum tækifæri til að
19.04.2010

Augun mín og augun þín

Er leikverk í mótun. Í morgunsári 19. aldar urðu þrjár skáldmæltar norðanstúlkur fyrir mikilli ástarsorg hver í sínu lagi og brugðust við á ólíkan hátt. Þetta voru þær Guðný frá Klömbrum, Vatnsenda Rósa og Agnes Magnúsdóttir. Maður Guðnýjar þoldi illa gáfur hennar og sleit samvistum við hana. Hún yfirbugaðist af skilnaðarsorginni og dó innan árs. Agnes var